About

Fræðsla

Markmiðið með stofnun Húsdýragarðsins var að kynna borgarbúum og öðrum gestum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl á milli manna og dýra.  Fræðsludeild hefur því verið starfandi innan garðsins frá upphafi. Í boði eru námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni (hands on). Við viljum gjarnan að kennarar taki þátt í heimsókninni og séu starfsmönnum garðsins innan handar. Þá hvetjum við kennara til þess að undirbúa heimsóknina vel þannig að upplifunin af vettfangsferðinni nýtist sem best í skólastarfinu.

Fræðsludeildin

Starfsfólk fræðsludeildar sér um bókanir á námskeið og er öruggast að panta tímanlega. Ef kennari sér fram á að geta ekki nýtt sér námskeið vegna t.d. fjöldatakmarkana eða aðgengis hvetjum við viðkomandi til þess að hafa samband og við reynum að finna lausn.

Sláið á þráðinn í síma 411-5900 eða sendið tölvupóst á namskeid@husdyragardur.is

 

Ókeypis fyrir leik- og grunnskóla Reykjavíkur.

Núgildandi samningur milli Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS) og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins (FHG) gerir leik- og grunnskólum borgarinnar kleift að nýta sér fræðslustarf FHG og aðgang að garðinum án endurgjalds á skólatíma. Skólar utan Reykjavíkur greiða skv. gjaldskrá sem er að finna neðst á síðunni. 

asasasa

Leikskólar

Húsdýrin okkar 

Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er að finna öll helstu húsdýr okkar Íslendinga. Leikskólanemendum stendur til boða að koma og heimsækja þau, kynnast einstaklingum sem hér búa og fræðast um fjölskyldugerð þeirra, helstu nytjar og líkamseinkenni.  Hámarksfjöldi á hvern leiðsögumann er 20 nemendur og við getum tekið á móti tveimur hópum í einu á öllum aldri. 

Hugrakkir krakkar

Það eru ekki bara hefðbundin húsdýr sem búa í garðinum því hér er einnig að finna skordýr, froskdýr og skriðdýr. Hugrökkum krökkum stendur til boða að kynnast þeim betur og allra hugrökkustu fá að handfjatla skordýrin sem það þola. Hámarksfjöldi á hvern leiðsögumann er 10 nemendur og við getum tekið á móti tveimur hópum í einu á öllum aldri þó þessi heimsókn henti þeim eldri betur. 

Almennar eða sérsniðnar leiðsagnir

Allir aldurshópar geta komið í garðinn og fengið leiðsögn sem tekur u.þ.b. klukkustun. Ef verið er að taka eitthvað ákveðið fyrir í skólanum s.s. sauðkindina, fugla og þess háttar er um að gera að setja sig í samband við fræðsludeildina. Hámark 20 nemendur í hóp og getum tekið 2-3 hópa í einu.

geit

YNGSTA STIG

Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir

Í flestum grunnskólum er fjallað um húsdýrin í 3. bekk. Þess vegna bjóðum við upp á dýrafræðslu fyrir þennan aldurshóp þar sem lögð er áhersla á lifnaðarhætti dýranna og nytjar okkar af þeim. Þetta námskeið sem er í leiðsagnarformi tekur klukkutíma. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2-3 hópa í einu.

Almenn eða sérsniðin leiðsögn 

Allir aldurshópar geta komið í garðinn og fengið leiðsögn sem tekur u.þ.b. klukkustund. Ef verið er að taka eitthvað ákveðið fyrir í skólanum er um að gera að setja sig í samband við fræðsludeildina. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

5ara

MIÐSTIG

Vinnumorgun fyrir 6.bekk

Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýranna og fá fræðslu um dýrin, landbúnaðarstörf og alls kyns verklag. Unnið er í þremur hópum: fjósi, hest- og fjárhúsi og við villtu dýrin. Í lok námskeiðisins útbúa og flytja hóparnir kynningu á sinni vinnu. Vinnumorgnar eru aðeins  í boði á þriðjudögum og fimmtudögum. Nemendur mæta klukkan 07:45 og er námskeiðinu lokið um klukkan 11:00. Hámark 24 nemendur á hvern vinnumorgunn.

Dýrin og skynfærin fyrir 7.bekk

Á þessu námskeiði sem er á leiðsagnarformi heimsækjum við bæði villt dýr og húsdýr og veltum fyrir okkur hvernig þau skynja umhverfi sitt á mismunandi hátt. Að auki gaukum við að nemendum öðrum fróðleik um dýrin. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

Almenn eða sérsniðin leiðsögn

Allir aldurshópar geta komið í garðinn og fengið leiðsögn sem tekur u.þ.b. klukkustund. Ef verið er að taka eitthvað ákveðið fyrir í skólanum er um að gera að setja sig í samband við fræðsludeildina. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

hreindyr

ELSTA STIG

Framandi dýr

Á þessu námskeiði leika skriðdýr, froskdýr og framandi skordýr aðalhlutverkið. Rætt er um vistkerfi þeirra og aðlögunarhæfni auk þess sem dýrin eru að sjálfsögðu skoðuð. Námskeiðið tekur 40 mínútur. Hámark 20 nemendur í einu. Hámark 20 nemendur í hóp og einn hópur í einu.

Villt íslensk spendýr

Spennandi námskeið fyrir elstu nemendur grunnskóla. Á þessu námskeiði er farið ítarlega í lifnaðarhætti og atferli villtra íslenskra spendýra. Námskeiðið tekur um klukkutíma og er í formi leiðsagnar. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

Almenn eða sérsniðin leiðsögn 

Allir aldurshópar geta komið í garðinn og fengið leiðsögn sem tekur u.þ.b. klukkustund. Ef verið er að taka eitthvað ákveðið fyrir í skólanum er um að gera að setja sig í samband við fræðsludeildina. Hámark 26 nemendur í hóp og getum tekið 2 hópa í einu.

Verðskrá

KR 4.000

Leikskólar utan Reykjavíkur greiða fyrir námskeið auk aðgangseyris samkvæmt gjaldskrá.  

Hugrakkir krakkar
Húsdýrin okkar
KR 5.000

Grunnskólar utan Reykjavíkur greiða fyrir námskeið auk aðgangseyris samkvæmt gjaldskrá.  

Almenn leiðsögn, Húsdýrin nytjar þeirra og lifnaðarhættir, Dýrin og skynfærin, Framandi dýr, Villt íslensk spendýr
KR 8.500

Grunnskólar utan Reykjavíkur greiða fyrir námskeið auk aðgangseyris samkvæmt gjaldskrá. 

Vinnumorgun