About

Saga garðsins

Laugardalurinn er dýrmætt svæði í augum borgarbúa. Undanfarna áratugi hefur verið byggð upp margvísleg aðstaða þar fyrir fólk að verja tíma sínum til íþróttaiðkunnar, leikja, útivistar og fræðslu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn setur svip sinn á dalinn og hefur notið síaukinna vinsælda.

 • Upphafið
  Húsdýragarður

  Ákvörðun um byggingu Húsdýragarðs í Laugardal var tekin af borgarráði Reykjavíkur þann 22. apríl 1986. Markmið með byggingu hans var að kynna borgarbúum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl á milli manna og dýra. Framkvæmdir við byggingu garðsins hófust árið 1989 og á einu ári voru reist sex hús til dýrahalds, steypt selatjörn, landslag mótað fyrir refi, minka og hreindýr og beitarhólf afgirt. Auk þessa var Hafrafelli, gömlu íbúðarhúsi Örlygs Sigurðssonar listmálara, breytt í skrifstofu og kennslusal. Gert var ráð fyrir rúmlega tuttugu dýrategundum og var markmiðið að gera þeim dýrum sem lifa á Íslandi góð skil, húsdýrum sem og villtum dýrum.  Fá dýr eru af hverri tegund og leitast er við að sýna afbrigði, litbrigði, bæði kynin og afkvæmi þeirra.  Húsdýragarðurinn var opnaður af Davíð Oddssyni borgarstjóra þann 19. maí 1990.

 • Góðar viðtökur
  Fjölskyldugarður

  Strax varð ljóst að gestir kunnu vel að meta þessa viðbót við menningarstarfsemi borgarinnar. Í framhaldi af góðum viðtökum ákváðu borgaryfirvöld að byggja upp svæði við hlið Húsdýragarðsins þar sem boðið yrði upp á fjölbreytta þjónustu og aðstöðu til að verja tómstundum sínum, svæðið fékk nafnið Fjölskyldugarður. Þáverandi borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, tók fyrstu skóflustunguna að Fjölskyldugarðinum 24. ágúst 1991. Eftir að bygging Fjölskyldugarðsins hófst var tekin ákvörðun um að sameina hann Húsdýragarði og reka þessa tvo garða sem eina heild. Garðarnir eru landfræðilega tengdir saman með brúnni Bifröst.Tæpum tveimur árum eftir að fyrsta skóflustunga var tekin, þann 24. júní 1993, var nýja svæðið formlega tekið til notkunar af borgarstjóra og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tók til starfa.

   

 • Hugmyndafræðin
  Fræðslustarf

  Hugtökin sem lögð voru til grundvallar við uppbyggingu svæðisins eru að sjá, að læra, að vera og að gera sem eru tengd við lykilorð eins og fjölskylda, ævintýri, sögur, leikir og umhverfisvænar framfarir. Hugmyndasmiðir og útlitshönnuðir svæðisins leituðu eftir skírskotun til menningarsögu Íslendinga. Því eru ýmis minni í görðunum tveim tengd norrænni goðafræði og víkingatímabili þjóðarinnar. Má þar nefna víkingaskip, öndvegissúlur og þinghól sem líkir eftir gömlum þingstað auk nafngifta á svæðinu. Margar sögulegar tengingar sem voru á teikniborðinu í upphafi hafa enn ekki komið til framkvæmda. Fræðslustarf var í upphafi horsteinn starfseminnar og er enn og taka um 10.000 nemendur þátt í fræðslustarfi í garðinum á ári hverju.

 • Framtíðin
  Garðurinn í dag

  Í dag er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á 91.660 m2 lóð. Í deiliskipulagi fyrir Laugardal (frá 27.09. 2004) er  gert er ráð fyrir stækkun Fjölskyldu og húsdýragarðs til vesturs með um  24.000 m2 lóð. Á lóðarstækkuninni er byggingareitur sem tengist við byggingareit lóðar á Mímisbrunni.Eins og garðurinn er byggður í dag eru mikil landfræðileg skil á milli starfseininga hans þ.e. svæði Fjölskyldugarðs og Húsdýragarðs. Starfseiningarnar eru beggja vegna gönguleiðar um Laugardalinn og samtengdar með brú. Staðsetning viðbótarlóðarinnar býður upp á góða möguleika á að tengja betur saman þá starfsemi sem fyrir er í garðinum. Á undanförnum árum hafa dýrahús verið endurnýjuð og nýtt móttökuhús með minjagripasölu byggt. Frekari uppbygging í garðinum er áformuð á næstu árum.

Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðs

Starfsfólkið kemur úr ýmsum áttum og er með fjölbreytta menntun og reynslu

Erlendur Einarsson

Vélaeftirlitsmaður

erlendur.einarsson@reykjavik.is

Guðmundur Emil Jónsson

Yfirmaður veitingasölu

gudmundur.emil.jonsson@reykjavik.is

Guðrún Pálína Jónsdóttir

Sérfræðingur/Dýrahirðir

gudrun.palina.jonsdottir@reykjavik.is

Gunnar Már Hoffmann

Deildarstjóri Mannauðs- og þjónustu

gunnar.mar.hoffmann@reykjavik.is

Gunnlaugur Einarsson

Næturvörður

gunnlaugur.einarsson@reykjavik.is

Jón Gíslason

Yfirdýrahirðir

jon.gislason@reykjavik.is

Lilja Björk Vilhelmsdóttir

Verkefnastjóri - Fræðsludeild

lilja.bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is

Logi Sigurfinnsson

Forstöðumaður

logi.sigurfinnsson@reykjavik.is

Pétur Óli Þorvaldsson

Starfsmaður móttöku

petur.oli.thorvaldsson@reykjavik.is

Sigríður Birna Björnsdóttir

Sérfræðingur/Dýrahirðir

sigridur.birna.bjornsdottir@reykjavik.is

Sigrún Thorlacius

Deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála

sigrun.thorlacius@reykjavik.is

Tómas Óskar Guðjónsson

Í leyfi

tomas.oskar.gudjonsson@reykjavik.is

Unnur Sigurþórsdóttir

Verkefnastjóri - Fræðsludeild

unnur.sigurthorsdottir@reykjavik.is

Úlfhildur Flosadóttir

Verkefnastjóri - Skrifstofa

ulfhildur.flosadottir@reykjavik.is

Valdimar Guðlaugsson

Verkefnastjóri - Viðhaldsdeild

valdimar.gudlaugsson@reykjavik.is

Þorkell Heiðarsson

Deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðs

thorkell.heidarsson@reykjavik.is

Þorkell Máni Þorkelsson

Verkefnastjóri

thorkell.mani.thorkelsson@reykjavik.is

Þráinn Gunnlaugsson

Næturvörður

thrainn.gunnlaugsson@reykjavik.is

image

Hafðu samband

Húsdýragarðurinn Park & Zoo
Reykjavík Múlavegur 2 - 104 Reykjavík
+(354) 411-5900
postur@husdyragardur.is