Miðvikudagurinn 26. apríl

Saga garðsins

Nýjungar síðan 1993

Síðan Fjölskyldu og húsdýragarðinum var hleypt af stokkunum hafa ýmsar nýjungar komið fram í starfseminni. Þar má helst nefna Vísindaveröld, Sjávardýrasafn safn framandi lífvera.

Vísindaveröldin hefur það markmið að kynna lögmál tækni og vísinda á lifandi hátt. Fólki gefst þar kostur á að fikta sig áfram í átt að skilningi með til þess gerðum tækjum og gera uppgötvanir af eigin raun. Vísindaveröld var formlega opnuð 7. júní 2002 af þáverandi menntamálaráðherra Tomas Inga Olrich.

Markmið Sjávardýrasafnsins eru að gera lífríki sjávar og vatna skil, með sérstakri áherslu á hafið umhverfis Ísland. Safninu er ætlað að vera miðstöð kynningar og fræðslu á þessu sviði fyrir öll skólastig með áherslu á miðlun þekkingar um lífríki sjávar og vatna.

Þegar Steinunn Valdis Óskarsdóttir borgarstjóri vígði safnið þann 1.desember 2004 voru þar 4 stór fiskabúr, tvö rúma 2000 lítra og það stærsta 5000 lítra auk 1700 lítra sexhyrnings. Í öll þessu búr rennur sjór sem kemur úr borholu Orkuveitu Reykjavíkur við Sæbraut en hann var leiddur inn í Laugardalinn sumarið 2004.

Þessar deildir hafa sameiginlega sýningaraðstöðu í 240m2 tjaldi við selatjörnina. Markmiðið er að byggja upp starfsemi Vísindaveraldarinnar og Lagardýrasafns í framtíðinni.

Árið 2008 voru flutt inn skriðdýr sem nú eru til sýnis í garðinum. Í framhaldinu hefur verið bætt í þetta safn ýmsum framandi lífverum, froskdýrum og skordýrum. Megintilgangur þessa safns er sá að gefa nemendum og gestum sem sækja garðinn heim tækifæri á að kynna sér framandi lífverur og vistkerfi.

 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30