Miðvikudagurinn 26. apríl

Saga garðsins

Fjölskyldugarðurinn

Það varð strax ljóst að gestir kunnu vel að meta þessa viðbót við mennigarstarfsemi borgarinnar. Í framhaldi af góðum viðtökum ákváðu borgaryfirvöld að byggja upp svæði við hlið Húsdýragarðsins þar sem fólki skyldi boðið upp á fjölbreytta þjónustu og aðstöðu til að verja saman tómstundum sínum. Þetta svæði fékk nafnið Fjölskyldugarður.

Það kom í hlut þáverandi borgarstjóra, Markúsar Arnar Antonssonar að taka fyrstu skóflustunguna að Fjölskyldugarðinum 24. ágúst 1991. Hugtökin sem lögð voru til grundvallar við uppbyggingu garðsins eru að sjá, að læra, að gera og að vera og eru þau tengd við lykilorð eins og fjölskylda, ævintýri og sögur, leikir og umhverfisvænar framfarir.

Hugmyndasmiðir og útlitshönnuðir svæðisins vildu að það skírskotaði til menningarsögu íslendinga. Því eru ýmis minni í garðinum tengd norrænni goðafræði og víkingatímabili þjóðarinnar. Má þar nefna víkingaskip, öndvegissúlur og þinghól sem líkir eftir gömlum þingstað auk nafngifta á svæðinu. Margar sögulegar tengingar sem voru á teikniborðinu í upphafi hafa enn ekki komið til framkvæmda.

fjoldi

Í Fjölskyldugarðinum er lögð mikil áhersla á umhverfismál og reynt eftir fremsta megni að notast við umhverfis-vænan búnað innan svæðisins, s.s. rafmagnsbíla og hjól. Garðurinn er fullur af ýmiss konar leiktækjum sem flest miðast við að gestirnir þurfi að gera sem mest sjálfir ásamt því að vera valin með öll aldurstig í huga.

Eftir að bygging Fjölskyldugarðsins hófst var tekin ákvörðun um að sameina hann Húsdýragarði og reka þessa tvo garða sem eina heild. Þeir eru stjórnunarlega ein eining og landfræðilega tengdir saman með brúnni Bifröst.

Tæpum tveimur árum eftir að fyrsta skóflustunga var tekin, þann 24. júní 1993, var nýja svæðið formlega tekið til notkunnar af borgarstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tók til starfa.

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30