Mánudagurinn 24. apríl

Árskort

Arskort

 

 

Í boði eru tvennskonar árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn:

 

Fjölskylduárskort - kr. 19.200

Þetta er án efa hagkvæmasti kosturinn þegar heimsókn í garðinn er annars vegar. Með fjölskylduárskortinu fær öll fjölskyldan aðgang í garðinn eins og oft og hún vill og þegar tækin í Fjölskyldugarðinum eru opin fá allir fjölskyldumeðlimir tækjapassa í þau. Þetta besta við þetta kort er hversu fjölskylduvæn lausn er hér á ferðinni því engu máli skiptir hversu barnmörg fjölskyldan er - verð kortsins breytist ekki. 

Við kaup á árskorti undirgengst kaupandi eftirfarandi skilyrði sem um kortið gilda:

1. Kortin eru hugsuð fyrir par og þeirra eigin börn. Einungis foreldrar eða skráðir forráðamenn (að hámarki tveir einstaklingar) og börn þeirra undir 18 ára aldri geta skráð sig fyrir fjölskyldukorti. 

2. Einungis foreldrar/forráðamenn sem skráðir eru á viðkomandi árskort og börn þeirra undir 18 ára aldri fá aðgang að garðinum og tækjapassa gegn framvísun kortsins.

Hvorki er leyfilegt að gefa gesti aðgang í garðinn né tækjapassa í stað fyrir foreldra eða barn sem skráð er á kortið.

3. Kortið veitir aðgang á hefðbundnum opnunartíma og að atburðum sem eru á vegum garðsins.

4. Kortinu skal ávallt framvísað við heimsókn í garðinn ásamt skilríkjum.

5. Glatist kortið er mögulegt að gefa út nýtt kort gegn 1000 kr. gjaldi.

6. Misnotkun á kortinu getur leitt til afturköllunar árskortsins af hálfu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

 

Einstaklingsárskort - kr. 9.800

Einstaklingur sem skráður er fyrir kortinu fær aðgang í garðinn á hefðbundum opnunartíma og tækjapassa í tækin þegar þau eru opin. Kortið gildir einungis fyrir einstaklinginn sem skráður er á kortið.

 

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


*Plús á Fjölskylduárskort - kr. 9.800 hver plús

Með plús getur árskortshafi komið með gest sem nýtur sömu fríðinda og árskortshafar. Með +1 getur þú tekið einn gest með þér í hverri heimsókn, +2 tvo gesti o.s.frv. Plúsinn er ekki bundinn við ákveðna manneskju heldur getur þú tekið hvern sem er með í hvert skipti.

Plúsinn hefur sama gildistíma og Fjölskylduárskortið, óháð því hvenær plúsinn sjálfur er keyptur.

 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30