Miðvikudagurinn 26. apríl

Námskeið fyrir grunnskólanemendur 2015 til 2016

Dýrafræðsla

Fyrir nemendur í 3.bekk.

Í flestum grunnskólum er fjallað um húsdýrin í 3. bekk.  Þess vegna bjóðum við upp á dýrafræðslu fyrir þennan aldurshóp þar sem áhersla er lögð á skynjun og skynfæri, ásamt því að fjallað er um lifnaðarhætti dýranna og nytjar okkar af þeim.  Þetta námskeið sem er í leiðsagnarformi tekur klukkutíma.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 25) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Vinnumorgunn

Fyrir nemendur á síðari hluta miðstigs.

Í vinnumorgni fá nemendur tækifæri til að koma og taka þátt í umhirðu dýranna og fá um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf.  Unnið er í þremur hópum í vinnumorgni, einn í fjósi, annar í hest- og fjárhúsi og sá þriðji við villtu dýrin.  Í lok námskeiðisins útbúa og flytja nemendur kynningu á sínum dýrum fyrir alla hópana.  Vinnumorgnar eru í boði á þriðjudögum og fimmtudögum.  Nemendur mæta klukkan 07:45 og er námskeiðinu lokið um klukkan 11:00. Þetta námskeið hefur staðið nemendum til boða frá 1990 og hefur verið vinsælasta námskeiðið í garðinum frá þeim tíma.  Hægt er að panta kakó og vöfflur og kostar það 350 krónur á mann og taka þarf sérstaklega fram ef óskað er eftir þessari þjónustu þegar pantað er eða tilkynna það í síðasta lagi viku fyrir heimsókn. Hámark 24 nemendur á hvern vinnumorgunn.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 8500 krónur pr. hóp (hámark 24) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Dýr í sjó og vötnum

Fyrir nemendur á fyrri hluta miðstigs

Tjaldið sem hýsti sjávardýrasafn garðsins fór illa í slæmum veðrum síðasta vetur og því hefur verið lokað.  Því fellur þetta námskeið óhjákvæmilega niður.  

Villt íslensk spendýr

Fyrir nemendur á efsta stigi.

Spennandi námskeið fyrir elstu nemendur grunnskóla.  Á þessu námskeiði er farið ítarlega í lifnaðarhætti og atferli villtra íslenskra spendýra.  Námskeiðið tekur um klukkutíma og er í formi leiðsagnar.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 25) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Framandi dýr

Fyrir nemendur á efsta stigi

Á þessu námskeiði leika skriðdýr, froskdýr og framandi skordýr aðal-hlutverkið. Rætt er um vistkerfi þeirra og aðlögunar-hæfni auk þess sem dýrin eru að sjálfsögðu skoðuð.  Námskeiðið tekur klukkutíma.  Hámark 20 nemendur í einu.

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 20) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Leiðsagnir fyrir alla

Allir aldurshópar geta komið í garðinn og fengið leiðsögn sem tekur u.þ.b. klukkustund.  Ef verið er að taka eitthvað ákveðið fyrir í skólanum s.s. sauðkindina, fugla eða annað  er um að gera að setja sig í samband við fræðsludeildina.  

Kostnaður er engin fyrir grunnskóla Reykjavíkur en grunnskólar utan Reykjavíkur greiða 5000 krónur pr. hóp (hámark 25) og aðgangseyrir skv. gjaldskrá. 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30