Miðvikudagurinn 26. apríl

Sauðburður hafinn

Sauðburður er hafinn hjá Húsdýragarðsbændum í Laugardalnum en ærin Surtla bar síðastliðna nótt (aðfaranótt 2.maí) lambakóngi og lambadrottningu.  Konunglegu viðurnefnin fá fyrstu lömbin að vori og virðast þau bera titlana vel enda stór og stæðileg.  Búast má við að aðrar ær garðsins fylgi nú ein af annarri og verður því nóg um að vera í fjárhúsinu á næstunni.  Faðirinn er hrúturinn Grámann en hann lætur sér fátt um finnast um viðbótina í kindastíunni en er þeim mun duglegri að sinna gestunum og þiggja frá þeim vinalegar strokur og einstaka knús. 

Huðnurnar hafa allar borið og kiðlingarnir duglegir að gera það sem þeir gera best sem er að hoppa og skoppa og bræða gesti garðsins með því einu að vera algjör krútt. 

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opin alla daga frá kl. 10 til 17 og um helgina (10. og 11. maí) verður opið í hringekju, lest, fallturni, þrumufleyg og ökuskóla auk þess sem blásið verður í Ærslabelginn ef ekki rignir.  

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30