Mánudagurinn 24. apríl

Vegleg gjöf frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri til FHG

Fjölskyldu –og húsdýragarðurinn er afar vinsæll afþreyingastaður fyrir börn og ekki hvað síst fyrir börn með sérþarfir. Hestarnir eru á meðal þeirra dýra sem eru hvað mest eftirsóknarverð og frá því að garðurinn var opnaður árið 1991, hefur börnum gefist kostur á að fara á hestbak. Hingað til hefur ekki verið mögulegt að bjóða börnum á hestbak sem eiga við mikla hreyfihömlun að stríða. Vakning hefur orðið í þessum málum og stendur vilji starfsmanna FHG til þess að bæta aðgengi fatlaðra barna og gera þeim kleift að njóta garðsins á sama hátt og önnur börn. 

Hallveig Guðmundsdóttir dýrahirðir hafði fyrir nokkrum misserum frumkvæði að leita til heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar hf með von um samstarf enda hafa þau þar á bæ góða þekkingu til þessa málaflokks. Skemmst er frá því að segja að gengið var að samstarfinu og eru tveir hnakkar af gerðinni Seifur sem er sérsmíðaður fyrir börn með sérþarfir væntanlegir í garðinn.  Hnakkarnir eru smíðaðir af Brynjólfi Guðmundssyni söðlasmiði í Hlöðutúni í Stafholtstungum.  Á morgunn þriðjudag (18.ágúst) kl. 11:00 fær Hallveig fyrir hönd garðsins hnakkana afhenda.  Seifur verður strax prufukeyrður af nokkrum börnum frá Íþróttasambandi fatlaðra sem hafa í sumar sótt hestanámskeið.  

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30