Miðvikudagurinn 26. apríl

Lúðraþytur í Laugardal

Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir sem ætla að halda uppskeruhátíð hér í garðinum nú á laugardaginn. Hljómsveitirnar eru Skólahljómsveit Austurbæjar, Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, Skólahljómsveit Grafarvogs og Skólahljómsveit Vesturbæjar. Óhætt er að fullyrða að þennan dag muni garðurinn fyllast af tónum, því innan hverrar sveitar eru 3 sveitir, A, B og C þar sem hljóðfæraleikara frá yngsta upp í elsta stig grunnskólans er að finna. Þetta eru því alls 12 sveitir sem koma fram. A sveitirnar munu hefja leikinn kl 11 og síðan taka B sveitir við eftir hádegi. Tónleikunum lýkur síðan með marseringum C sveita upp úr kl. 15. 

Ludrasveit1

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30