Þriðjudagurinn 30. ágúst

Hálandaleikar 2016

Hálandaleikarnir eru Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2016 í aflraunum. Þeir verða haldnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 20.ágúst.  

Keppt verður í Sleggjukasti, steinkasti, lóðkasti á vegalengd, staurakasti og 25 kg lóðkasti yfir rá.

Farið verður í reipitog við börn sem eru á svæðinu í hléi og fá þau Freyju staura í verðlaun fyrir þátttöku í reipitoginu.

Leikunum lýkur um kl. 15:30 og þá verður Íslandsmeistari krýndur.

Núverandi Íslandsmeistarar eru Heiðar (Heisi) Geirmundsson og Þóra Þorsteinsdóttir og munu þau bæði mæta til að verja titla sína.

Námskeið fyrir leik- og grunnskólanemendur 2016 -2017

Á síðasta skólaári tóku fræðslufreyjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins (FHG), í félagi við aðra starfsmenn garðsins, á móti 9.166 leik- og grunnskólanemendum í skipulagða fræðslu.  Að auki sóttu fjölmargir aðrir nemendur garðinn heim ásamt kennurum sínum.  Vinsælast hefur verið að koma á vorin en þær Unnur og Lilja Björk fræðslufreyjur garðsins vilja benda kennurum á að notalegt og fróðlegt er að heimsækja garðinn á öðrum tímum árs.  Leik- og grunnskólum Reykjavíkur stendur þjónusta fræðsludeildar til boða án endurgjalds sem og aðgangur í garðinn en aðrir skólar greiða skv. gjaldskrá.  Nánari upplýsingar um námskeið fræðsludeildar FHG er að finna undir flipanum námskeið hér að ofan. 

Breyttur opnunartími

Á mánudaginn (15.ágúst) breytist opnunartíminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og opið verður frá kl. 10 til 17 og fóðrunartímar hjá dýrum breytast lítillega. 

Í næstu viku (15. – 19.ágúst) verða leiktækin opin eftir því sem kostur er en staðreyndin er sú að sumarstarfsfólkið sem stýrt hefur tækjunum fer nú að týnast aftur til sinna vetrarverka í framhalds- og háskólum. 

Leiktæki Fjölskyldugarðsins verða opin allar helgar héðan í frá til og með fyrstu helgi í september en Húsdýragarðurinn opinn sem fyrr alla daga.  

Býflugurnar og blómin - hádegisganga

Góðan daginn,

Fimmtudaginn 4. ágúst verða býflugur heimsóttar auk þess sem litið verður til humla og geitunga og þau blóm skoðuð sem gagnast þessum duglegu flugum síðla sumars. Þá er aldrei að vita nema hunangssmakk úr Laugardalnum verði í boði fyrir áhugasama.

Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum og Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins leiða þessa léttu og skemmtilegu hádegisgöngu.

Gangan er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Býflugnaræktendafélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands. 

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 12 fimmtudaginn 4. ágúst. 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! 

Nánari upplýsingar veita Jóna Valdís Sveinsdóttir í netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Tómas Óskar Guðjónsson í netfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

byflugur

VR stéttarfélag bíður frían aðgangseyri mánudaginn 1.ágúst

Jæja nú líður senn að Verslunarmannahelgi.

Af tilefni frídegi verslunarmanna ætlar VR stéttarfélag að bjóða frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragaðinn mánudaginn 1.ágúst.

Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur fyrst fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Frídagur verslunarmanna varð almennur frídagur uppúr miðri síðustu öld. Í ár fellur hann á mánudaginn 1. ágúst.

Vonum að allir eigi góða daga um Versló menn sem dýr :-) 
Kveðja starfsfólk FHG og VR stéttarfélag

https://www.vr.is/media/3534/vrlogo_medium.jpg

 

 

 

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 310 kr
10 miðar 2.500 kr
20 miðar 4.650 kr
Dagpassi 2.150 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 620 kr
13 ára og eldri - 840 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.600 kr
Fjölskylduárskort - 18.800 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.600 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30